
Perlubygg frá Vallanesi er sérvalið korn og slípað á þann hátt að kornið verður rúnað og hvítt svo minnir á perlur. Það er mjúkt og fágað og hentar t.d. vel í byggottó, salöt eða eftirrétti.
Perlubygg er trefjaríkt heilkorn sem inniheldur flókin kolefni og hefur lágan sykurstuðul.
Sjóðið 1 dl af perlubyggi á móti 2,5 dl af vatni í 15 mínútur
Móðir jörð
Móðir Jörð í Vallanesi á Fljótsdal býður lífrænt ræktaðar, hollar og bragðgóðar afurðir sem framleiddar eru í sátt við náttúruna. Fyrirtækið leggur stund á korn- og grænmetisræktun og framleiðir tilbúnar hollustu- og sælkeravörur. Móðir Jörð er í eigu hjónanna Eymundar Magnússonar og Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur.