Reykir ostur - Goðdalir - MS

1.799 kr

Vörunúmer: 1100140001 MS

aðeins 8 eftir

á þeim tíma

sem þér hentar

Reykir er birkireyktur ostur - 260g.

Reykir er einstakur og spennandi ostur sem búið er að kaldreykja með íslensku birki. Osturinn fær sérstakan lit og áferð við reykinguna til viðbótar við léttan reykjarilminn. Reykir ber keim af kjötmeti og því fylgir einkar kröftugt eftirbragð.

Kælivara 0-4°C

Innihaldslýsing

Innihald: Nýmjólk, undanrenna, salt, ostahleypir, rotvarnarefni (E252)

Næringarinnihald

Næringargildi í 100g:

  • Orka 1441 kJ/347 kcal
  • Fita 27g
  • - þar af mettuð 16g
  • Kolvetni 0g
  • - þar af sykurtegundir 0g
  • Prótein 26g
  • Salt 1,7g 
MS – Mjólkursamsalan

Mjólkursamsalan er rekstrarfélag mjólkuriðnaðarins á Íslandi og er í eigu um 600 kúabænda um land allt. Fyrirtækið er í eigu Auðhumlu (90,1%) og Kaupfélags Skagfirðinga (9,9%). Auðhumla er samvinnufélag u.þ.b. 600 kúabænda og fjölskyldna þeirra víðs vegar um landið. 

Mjólkursamsalan í núverandi mynd varð til við hagræðingu í mjólkuriðnaðinum sem hófst skipulega um miðjan tíunda áratuginn þegar stjórnvöld ákváðu að lækka þyrfti kostnað við vinnslu á mjólk. Sameinaðist rúmur tugur félaga í mjólkuriðnaði í færri einingar næsta áratuginn.

Mjólkursamsalan í núverandi mynd hefur starfað frá 2007. Elst fyrirtækið í þessu sameinaða félagi, MS, er Mjólkursamlag KEA, sem var stofnað á sérstökum fulltrúafundi Kaupfélagsins 4. Sep 1927, sem telst vera stofndagur MS.