Um rjómaísinn
Rjómaísinn frá Erpsstöðum er gerður úr kúamjólk, rjóma og eggjarauðum, auk sykurs og bragðefna. Notast er við bragðefni sem fást beint úr náttúrunni eða garðinum, sé þess nokkur kostur.
Bændurnir framleiða ýmsar mjólkurvörur og er rjómaísinn þeirra aðalframleiðsla.
Bragðtegundir:
- Piparkökurjómaís með súkkulaði
- Saltkarmellu
- Súkkulaði
- Mjaðurjurt
- Lakkrís
- Pistasíu
- Vanillu
- Jarðarberjum
- Piparmyntu
- Banönum og súkkulaðibitum
- Karamellu
- Bláberjum
- Mokka
- Banönum
Rjómaís geymist í frysti við -18°C.
Innihaldslýsing
Innihald: Allir ísarnir geta innihaldið snefil af mjólk, eggjum og hnetum.
Rjómabúið Erpsstöðum
Rjómabúið Erpsstaðir hóf starfsemi í byrjun apríl 2009, með framleiðslu á rjómaís. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Árlega leggja þúsundir gesta leið sína til Erpsstaða, en þar er fínasta aðstaða til áningar á leiðinni vestur.
Ísinn sem framleiddur er á Erpsstöðum ber heitið Kjaftæði og þykir hann einstaklega bragðgóður. Í
boði eru margar bragðtegundir en notast er við ýmis bragðefni úr íslenskri náttúru, svo sem rabarbara, fíflasíróp og ber. Auk íss eru í boði ostar eins og Útlaginn og hið fræga skyrkonfekt sem er sérhönnuð sælkeravara.
Vorið 2018 var opnuð sýning um skyr og skyrgerð á Erpsstöðum, en vegna ísframleiðslunnar fellur til óhemju magn af undanrennu sem er umbreytt í gamaldags sveitaskyr. „Íslenska skyrið er orðið hluti af Slow food sem eru alþjóðleg samtök sem vilja hvetja til smáframleiðslu og að fólk neyti sem mest vara sem framleiddar eru í nágrenni hvers og eins. Skyrið frá Erpsstöðum var valið inn sem Presidium fyrir nokkrum árum, en um er að ræða viðurkenningu vegna notkunar á hefðbundnum aðferðum við framleiðslu á matvörum”.
Allar frekari upplýsingar um rjómabúið má finna á facebook.