
Sveitabreki frá Háafelli inniheldur íslenska afbrigðið af fetaosti úr geitamjólk ásamt birki, blóðbergi og svörtum pipar.
Háafell
Geitfjársetrið að Háafelli í Hvítársíðu er orðið þekkt meðal ferðamanna. Á sumrin er þar rekin búð þar sem fjölbreyttar vörur eru á boðstólnum unnar úr geitaafurðum s.s. ostar, ís, sápur og paté. Þar er m.a. hægt að kaupa íslenskan fetaost sem hefur fengið nafnið Breki.
Allar frekari upplýsingar um Háafell má finna á facebook.