
Rabarbarasulta
Sulta eins og amma gerði hana. Þessi rabarbarasulta er í takt við hefðir á Íslandi. Við notum hrásykur í sultuna og sjóðum hana eins og amma gerði. Hún er ljúffeng með lambakjöti, bakkelsi og brauði.
Geymist í kæli eftir opnun.
Innihaldslýsing
Innihald: Rabarbari (50%), hrásykur og sítrónusafi.
Næringarinnihald
Næringargildi í 100g eru u.þ.b.:
- Orka 832 kj
- Fita 0,3g
- - þar af mettuð fita 0,1g
- Kolvetni 46g
- - þar af sykur 46g
- Trefjar 2,6g
- Prótein 0,8g
Móðir jörð
Móðir Jörð í Vallanesi á Fljótsdal býður lífrænt ræktaðar, hollar og bragðgóðar afurðir sem framleiddar eru í sátt við náttúruna. Fyrirtækið leggur stund á korn- og grænmetisræktun og framleiðir tilbúnar hollustu- og sælkeravörur. Móðir Jörð er í eigu hjónanna Eymundar Magnússonar og Eyglóar Bjarkar Ólafsdóttur.